150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[12:07]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég hef greitt atkvæði með þessari tillögu. Ég tel að hún sé skynsamleg, hún sé framsýn. Ég hef áður talað um það að við eigum að fara varlega í að setja allt of ströng og flókin skilyrði fyrir stuðningi sem við erum að veita í tengslum við þau áföll sem ríða nú yfir, en þau þurfa að vera skýr og einföld. Ég held að þetta sé einfalt og framkvæmanlegt. Ég hefði e.t.v. kosið að það hefði verið miðað við 15 starfsmenn en það skiptir ekki höfuðmáli. Ég tel að þetta sé merki um framsýni og það sé skynsamlegt að stíga þetta skref. Það er verið að styðja fyrirtæki með myndarlegum hætti og það er sjálfsagt að þau leggi þetta af mörkum til mikilvægs málefnis.