150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[12:08]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Þessi tillaga hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur um að fyrirtæki skili losunarbókhaldi er góðra gjalda verð. Hins vegar hefur hún ekkert verið rædd eða reifuð, ekki fengið neinar umsagnir eða gesti eða nokkurn skapaðan hlut vegna þessa máls. (OH: Þetta er rangt hjá þér.) (Forseti hringir.) Ég tel ekki að þetta sé rétti tímapunkturinn. Hins vegar er ég alveg til í það, á réttum vettvangi, að flytja sambærilega tillögu til þingsályktunar [Hlátur í þingsal.] og við tökum þetta almennt í íslensk lög um fyrirtæki. (Gripið fram í.)