150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:24]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Alþingi er málstofa. Í þessari málstofu sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar ýmissa flokka sem samkvæmt sínum skyldum eiga að stíga í pontu Alþingis og gera grein fyrir skoðunum sínum og atkvæðum. Það að forseti leggi til að þingmenn skerði á einhvern hátt tjáningarfrelsi sitt, taki tillit til þeirra aðstæðna sem hann sjálfur hefur skapað — með því að neita að fara með atkvæðagreiðslu út úr þinghúsi, koma þingsal í betra rými til að við séum ekki að skapa óþarfa hættu — að hann beini því til þingmanna að takmarka orð sín hefur valdið mér gríðarlegum vonbrigðum. (Forseti hringir.) Ég get ekki sagt annað.