150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:37]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Rétt örstutt til að bregðast við orðum forseta eftir að ég lauk máli mínu áðan: Ég er ekki að gera athugasemd við að heimsfaraldur kórónuveiru ríki og að störf þingsins þurfi að taka mið af því. Ég er að gera athugasemd við að forseti hafi sagst vera þeirrar skoðunar að ákvæði þingskapa um atkvæðagreiðslu hafi ekki verið hugsað þannig á sinni tíð að það væri fyrir efnislega umræðu um mál sem til umfjöllunar eru. Ég var einfaldlega að benda á dæmi úr fortíð okkar forseta um annað, þar sem sá þingmaður sem nú situr í forsetastóli var ekki að fylgja þeirri hefð sem hann nú segir að sé hinn æskilegi vettvangur skoðanaskipta um efni máls.