150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:50]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um mjög gott frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna, sem ég styð heils hugar. Skilvirkur og öflugur menntasjóður til að veita lán og styrki er grundvöllur jafnræðis til náms og þroska og þróunar einstaklinga og samfélags. Það eru 28 ár liðin frá síðustu heildarendurskoðun og því löngu tímabært skref sem við vonandi náum að stíga hér núna. Í umræðunni í gær heyrði ég í raun ótrúlega litla gagnrýni á frumvarpið sem slíkt og efnisatriði þess. Miklu frekar var rætt um atriði sem í raun eru til ákvörðunar í fjárlögum og úthlutunarreglum hvers árs, og mér finnst mikilvægt að greina þar á milli. Ýmis nýmæli í frumvarpinu byggja m.a. á fyrri vinnu frá 2013 og 2016, m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd árið 2016, svo sem styrkir (Forseti hringir.) til lántaka, framfærsla barna, heimild til sérstaks byggðastuðnings o.fl.