150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:53]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Píratar myndu sennilega hanna öðruvísi kerfi þótt þetta nýja kerfi sé klárlega verulega til bóta. Meiri hluti allsherjar- og menntamálanefndar og þrír minni hlutar hafa lagt fram breytingartillögur og við styðjum þær allar en 3. og 7. töluliður í breytingartillögu 1. minni hluta, þ.e. Pírata, eru kallaðir til 3. umr. Við greiðum atkvæði með flestum ákvæðum í frumvarpinu sjálfu með undantekningum sem við munum skýra hér eftir atvikum. En þó greiðum við atkvæði með ýmsum ákvæðum sem mætti bæta að okkar mati en við töldum málið ekki fá næga umfjöllun í nefnd áður en það var tekið út. Þess vegna er mjög jákvætt að málið fari aftur til allsherjar- og menntamálanefndar milli 2. og 3. umr. þar sem tekinn verður snúningur á nokkrum vafaatriðum í viðbót. Er það mjög til gagns og verður vonandi til þess fallið að bæta málið enn meira.