150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:08]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti Eitt af því sem mér fannst ekki rætt nógu vel, hvorki í nefndinni né greinilega við tilurð frumvarpsins, var að snerta á hugmyndum um að styrkja framhaldsskólanámið betur. Ég vildi óska þess að við hefðum rætt það betur. Ég vildi bara koma hér upp og nefna það að alla vega sá sem hér stendur er mjög opinn fyrir því að breyta kerfinu í framtíðinni í þá átt.

Að því sögðu greiði ég atkvæði með ákvæðinu.