150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:12]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða ákvæði um að sá sem telst ekki vera tryggur lánþegi skuli leggja fram ábyrgðir. Við leggjum til að þetta verði fellt brott, enda minni ég á að hér er um að ræða félagslegan jöfnunarsjóð og nám er oft besta úrræðið fyrir fólk sem hefur lent á villigötum eða lent í vandræðum í lífi sínu. Það er besta leiðin til að koma sér aftur á fætur. Slíkt fólk hefur oft ekki ábyrgðir sem það getur sett fram eða trygga bakhjarla. Við leggjum jafnframt til að fellt verði brott úr þessari grein allt sem viðkemur ábyrgðarmanni.