150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:15]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Forseti nefndi hér áðan að breytingartillaga við 12. gr. hefði verið kölluð til 3. umr. Greinin fjallar um skyldu ríkissaksóknara til að afhenda upplýsingar. Tillaga 1. minni hluta snýr að því að skerpa á ákvæðinu, ekki að breyta því efnislega heldur að gera ríkisskattstjóra lífið aðeins auðveldara við að meta hvenær er við hæfi að láta upplýsingar af hendi og hvenær ekki. Það er ekki lagatæknileg spurning. Lagatæknilega efast ég ekki um að 12. gr. standist lög um persónuvernd. En það má gera betur og ég fagna því að nefndin hafi tekið til greina að skoða málið aðeins betur milli umræðna. En af þessum sökum sit ég hjá við atkvæðagreiðslu um 12. gr.