150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:30]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel að hér sé um mikið réttlætis- og sanngirnismál að ræða. Það eru tvö skilyrði sem hafa verið sett fyrir því að ábyrgðir falli brott, þ.e. að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá og að lánið sé í skilum. Í meðferð nefndarinnar hefur vanskilaskráin verið tekin út en enn á eftir að taka út hitt skilyrðið sem snýr að því að lán sé í skilum. Nú er oft um að ræða lán sem fólk, sem erfir kannski ábyrgðir, ber í raun ekki ábyrgð á að séu í vanskilum. Það er ósanngjarnt og það er óréttlátt að fólk þurfi, jafnvel á gamals aldri, að fá á sig slíka greiðslubyrði. Við leggjum því til að þetta skilyrði verði fellt brott.