150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:31]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Ég þakka hv. þm. Guðmundi Andra Thorssyni fyrir þessa breytingartillögu. Ég tek undir hvert orð. Þetta er sanngirnis- og réttlætismál. Það væri bragur á því að stjórnarmeirihlutinn, sem hingað til hefur fellt hverja einustu breytingartillögu, sýndi í verki að það væri kannski pínulítill snefill af einhverju, í því sem minni hlutinn hefur lagt til í breytingum sínum, sem er þess virði að taka undir. Ég skora á ykkur að sýna það í verki núna að ykkur sé svolítið annt um gamla fólkið sem þarf að sitja uppi með ábyrgðir, sem það gekkst kannski undir fyrir 30, 40 árum, út yfir gröf og dauða. Ég segi já.