150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

fjöleignarhús.

468. mál
[13:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Rafvæðing er þjóðþrifamál og hagkvæm fyrir þjóðfélagið. Þess vegna eiga ríki og sveitarfélög að sjá til þess að hægt sé að rafvæða vegna þess að það er mikill ágóði í því fyrir sveitarfélögin og einstaklinga. En við megum ekki gleyma því, við gleymum því alltaf, að það verður að negla það niður og hafa algjörlega skýrt í lögum að þetta gildi líka um öryrkja og fatlað fólk, það hafi aðgang að hleðslustöðvum. Það þýðir ekki að tala um góðan vilja. Við vitum hvað góður vilji þýðir. Það þýðir ekki neitt. Það þarf að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og viðaukann. Þá fyrst verður ekki hægt að hafa það öðruvísi og þá er á hreinu að hleðslustöðvar séu líka fyrir þá sem eru fatlaðir og í hjólastólum og aðra sem þurfa á því að halda.