150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

fjöleignarhús.

468. mál
[13:39]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek bara undir með félögum mínum hér um það sem hefur komið fram varðandi aðgengi fatlaðra að hleðslustöðvum. Við í nefndinni teljum að þetta sé tryggt. Við höfðum samband við Sjálfsbjörgu og vorum í góðu sambandi við formann félagsins, Berg Þorra Benjamínsson, þegar við gerðum nefndarálitið og ég tel að þetta sé vel tryggt. Við ræddum þetta í gærkvöldi líka og ég held að það sé vilji allra í þessum sal að svo sé og þau skilaboð fylgja með þessu frumvarpi.