150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[18:32]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég finn það í skýrslu ríkisendurskoðanda að það eru þrjú sveitarfélög sem nýta sér þetta og samtals eru það innan við 30 manns. Það gæti verið einhver starfsemi eins og í Strandabyggð, þar eru sex einstaklingar, sem er inni í B-deild sveitarfélagsins sem er ekki starfandi meðan á Covid hefur staðið. Ég þekki ekki þessar aðstæður en sveitarfélög eru náttúrlega ekki rekin á sama reikningi og ríkið.

Hvað varðar eftirlit Vinnumálastofnunar þá treysti ég henni algjörlega til þess að fylgjast með þessu þegar hún hefur fengið tæki til þess, með því að skerpa á skilyrðunum og hverju stofnunin á að fylgja eftir. Til þess er ráðið starfsfólk sem væntanlega hefur hæfni og læsi til þess að fara yfir það. Mér skildist að fimm starfsmenn væru komnir til Vinnumálastofnunar í eftirlitið og það ætti að efla það enn frekar. Ég treysti þeim algjörlega til þess að sjá um það og þau hafa staðið sig frábærlega í þessu starfi. Við erum að tala um 37.000 manns þarna á skrá og þetta er orðið stærra bákn en starfsmenn hjá ríkinu. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel.