150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[20:16]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það að skilyrðin eru mörgu leyti svolítil eftiráskilyrði. Fyrirtækin voru hvött til að taka þátt. Ég viðurkenni alveg að mörg þeirra nutu stuðnings af því líka, það hjálpaði þeim að lækka launakostnaðinn. En í grunninn erum við að reyna að verja launasambandið. Þetta getur sent röng skilaboð og haft slæm áhrif, eins og hv. þingmaður kom inn á, og það er ástæðan fyrir þessu, við tókum þá umræðu í velferðarnefnd. Og ég vil gleðja hv. þingmann með því að segja að þetta eru ekki lengur þrjú ár heldur u.þ.b. eitt og hálft ár. Búið er að stytta gildistíma skilyrðanna. Svo getum við rætt hvort ganga ætti enn lengra í því eða ekki. (Gripið fram í.)