150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[22:14]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða heimild fyrir fyrirtæki með samvisku, fyrirtæki með samfélagsábyrgð, til að koma að eigin frumkvæði og greiða til baka stuðninginn ef vel árar. Við skulum vona að fyrirtækjum gangi vel eftir að hafa fengið stuðning og þau geti átt þess kost að koma til baka og greiða þann stuðning án þess að þurfa að greiða álag. Við erum að búa til hvata fyrir fyrirtæki til að borga þetta til baka. Ef þau koma að eigin frumkvæði þá leggjum við ekki á 15% álagið. Ég hvet þingmenn til að styðja þetta.