150. löggjafarþing — 111. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[22:31]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Uppsagnaleiðin, sem við erum að greiða atkvæði um, og hlutabótaleiðin eru eðlisólíkar. Við erum annars vegar að tala um fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75% tekjufalli, og hins vegar fyrirtæki sem hafa skilyrði um 25% tekjufall í hlutabótaleiðinni. Ég tel að af þeim ástæðum sé það ekki nema eðlilegt að mismunandi skilyrði séu í leiðunum. Breytingartillagan sem við greiðum atkvæði um á eftir og kæmi til móts við sjónarmið ASÍ, þ.e. breytingartillaga meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar, er góð. Hún er ágætismálamiðlun og ég mun greiða atkvæði með henni.