150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025.

643. mál
[14:40]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir svarið og er mörgu leyti sammála. En það sem ég óttast og það sem ég er að spá í er hvernig það var á sínum tíma þegar við gerðum áætlanir um forvarnir varðandi reykingar. Við bjuggum til rosagott prógramm og fylgdum því rosalega vel eftir og það skilaði árangri. Ég er að spá í varðandi árangur hvort við þurfum ekki að vera með eitthvert framtíðarplan þannig að við getum fylgt því eftir. Að koma þessu inn í skólana, inn í allt. Það er miklu betra að vera með eitthvert teymi sem sér um að koma hlutunum virkilega til skila þannig að það fari ekki á milli mála. Og auðvitað þarf líka að finna lausnir og taka sérstaklega á varðandi tölvur og margmiðlun á netinu. Það er gífurlegt erfitt að eiga við það. En það eru örugglega til lausnir á því, það er spurning að finna þær, virkja þær og fá aðila til að taka virkilega á þessu vegna þess að þetta er mál sem við eigum að setja í forgang. Ef við getum sett gífurlega peninga í ferðaávísanir og slíkt eigum við að geta sett góðan pening í þetta til að tryggja eins og við getum að komið sé í veg fyrir svona hluti. Við verðum að geta sagt að við séum að gera allt sem hægt er að gera í þeim efnum.