150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[15:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir að þetta mál hefði gott af því að fara aftur til nefndar milli 2. og 3. umr. Það er í sjálfu sér nokkuð hraðsoðið að mínum dómi, hefur ekki þroskast nógu mikið. Þótt ýmislegt sé þokkalegt í þessu frumvarpi sýnist manni fljótt á litið að fyrstu áhrifin af málinu verði þau að verði þetta frumvarp að lögum hafi það fælandi áhrif á fólk sem er vel menntað og betur til þess fallið að taka störf í stjórnmálum. Þetta er fælandi fyrir fólk sem hefði kannski hug á því að starfa annaðhvort við stjórnmál eða með stjórnmálamönnum. Mér finnst þetta ekki gott eins og það er. Miðflokkurinn mun ekki styðja þetta mál (Forseti hringir.) og mun sitja hjá.