150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[16:00]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Ef meiri hlutinn og stjórnarflokkarnir eru ekki hrifnir af þessari sérstöku útfærslu á því að haft skuli eftirlit með ráðherrum og hagsmunaskráningu þeirra þannig að ljóst sé að hagsmunaskráningarnar séu réttar og ólíklegra sé að þeir séu að beita almannavaldi sínu í þágu sérhagsmuna þá er enn hægt að bæta það. Ef málið verður kallað til nefndar getur meiri hluti hennar með stuðningi ríkisstjórnarinnar sett inn önnur ákvæði. Ef þau eru ekki ánægð með þetta og fella það núna þá er enn séns. Nú er öllum þingheimi ljóst hvers eðlis þetta mál er. Við ætlum að undanskilja ráðherra frá eftirliti með hagsmunaskráningu. Það er hægt að laga þetta mál á milli umræðna í nefndinni. Ég vona virkilega að svo verði því að þá verður þetta bara ansi gott mál.