150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[16:02]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Virðulegur forseti. Aukin skráning og sjálfstætt mat á skuldum og eignum þeirra sem um er fjallað í þessu frumvarpi er mikilvægt til að ná fram markmiðum frumvarpsins. Eins og fram hefur komið gæti t.d. grafið undan heilindum einstaklings ef skuldir af íbúðarhúsnæði hans væru með allt öðrum og miklu betri kjörum en almenningi standa til boða eingöngu vegna stöðu hans í stjórnkerfinu. Við í minni hlutanum leggjum til að allur listinn verði tekinn til skoðunar. En meiri hlutinn leggur til að aðeins verði snert við einu atriði á þeim lista; að í stað þess að miða við 50.000 kr. hámarksupphæð fyrir gjafir sé miðað við 50.000 á ársgrundvelli. Það er ágætistillaga en bliknar í samanburði við þá milljónahagsmuni sem geta verið undir í íbúðalánum, námslánum og bifreiðarlánum sem í þessu ákvæði felast.