150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[16:07]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að það komi fram í samráðskafla stjórnarfrumvarpa að samskipti við hagsmunaverði hafi átt sér stað. Hins vegar er ekki innifalið í lagatextanum að koma skuli fram í samráðskafla um stjórnartillögur að slík samskipti hafi átt sér stað. Hér erum einfaldlega að leggja til að það sé leiðrétt og að það skuli skráð í báðum tilfellum, hvort sem um stjórnartillögur eða stjórnarfrumvarp er að ræða.