150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[16:10]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Virðulegur forseti. Frumvarpið nær til ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra sendiherra og aðstoðarmanna ráðherra en af einhverjum fullkomlega óskiljanlegum ástæðum eru aðstoðarmenn ráðherra undanskildir í þessu snúningshurðarákvæði frumvarpsins. Minni hlutinn leggur til að láta snúningshurðarákvæðið ná til aðstoðarmanna enda er það sá hópur sem ákvæðið þyrfti helst að ná til. Þess eru fá dæmi, ef nokkur, að fastráðnir embættismenn stjórnsýslunnar hverfi til starfa við hagsmunagæslu. Hins vegar er raunin sú að 15% aðstoðarmanna, einn af hverjum átta aðstoðarmönnum, fara beint í hagsmunavörslu eftir að hafa lokið störfum hjá hinu opinbera. Síðasta dæmið er bara frá þarsíðasta mánuði. Ef það er í alvöru vilji þingmanna að lögfesta snúningshurðarákvæðið þá samþykkja þeir þessa breytingartillögu.