150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

þingsköp Alþingis.

840. mál
[16:38]
Horfa

Flm. (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður ræðir hér fyrst og fremst efnisatriði máls sem er til umræðu á eftir, þ.e. vinnulag við gerð fjármálastefnu, fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps. Eins og ég kom að í mínu máli þá er það sem rætt hefur verið á vettvangi formanna flokkanna sú augljósa óvissa sem uppi er í efnahagsmálum. Nú liggur fyrir að Hagstofan mun skila fjármálaráðuneytinu drögum að þjóðhagsspá á vormánuðum, sem verður þá undirstöðugagn fyrir gerð fjármálastefnu, fjármálaáætlun og fjárlög. Síðan er gert ráð því að nýrri þjóðhagsspá verði skilað í lok ágúst eða í byrjun september. Ég tel að það sé okkur öllum til hagsbóta hér á þinginu að við séum að vinna með nýjustu gögn fremur en að leggja fram í byrjun september eitthvað sem miðast við eldri þjóðhagsspá vegna þess að breytingar kunna að verða mjög örar. Og það sjáum við núna á þróun efnahagsmála sem hæstv. fjármálaráðherra fór ágætlega yfir í frumvarpi þar sem hann fór yfir ákveðnar sviðsmyndir, og ég tel að það muni verða til hagsbóta fyrir þingið að hafa nýjustu gögn undir.