150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

kjaradeila hjúkrunarfræðinga.

[15:56]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Það er alveg rétt að samningar voru felldir en 46% hjúkrunarfræðinga vildu styðja samninginn sem samninganefnd þeirra hafði gert við ríkið. Ég hafna því algerlega að málinu hafi ekki verið sinnt á kjörtímabilinu eða undanfarið ár. Líklega er þetta meðal þeirra samninga sem hvað mest vinna hefur farið í á undanförnum árum af hálfu ríkisins. Það er ekkert annað en að menn hafa einfaldlega ekki náð saman og frá sjónarhorni ríkisins er ekki hægt að fallast á kröfur sem sprengja forsendur almennrar kjarasamningagerðar ríkisins. Eða er verið að halda því fram að það skipti ekki máli?