150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

fasteignalán til neytenda.

607. mál
[16:15]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Herra forseti. Þetta er nú ekki flóknasta breytingartillaga sem hefur verið flutt í þessum sal. Hún er á þskj. 1640 og er við 11. gr. frumvarpsins og er í raun lagatæknilegs eðlis. Hún er þannig að á eftir 11. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

„Orðin „og höfuðstöðvar lánveitenda“ í 6. tölulið 1. mgr. 57. gr. laganna falla brott.“

Þetta er til að gæta innra samræmis í frumvarpinu í heild sinni.