150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[14:12]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er afar ánægjulegt að vera hér í dag og greiða atkvæði um þetta tímamótafrumvarp. Eftir því hefur lengi verið beðið. Við erum að gera stórkostlega kerfisbreytingu með hagsmuni námsmanna í huga. Nefndin sem haft hefur málið til umfjöllunar, hv. allsherjar- og menntamálanefnd, hefur unnið mjög vel saman. Ráðuneytin hafa verið liðleg og svarað öllum okkar spurningum og hafa margoft komið með minnisblöð og til fundar við nefndina. Ég tel því að málið sé afar vel búið, að öllum spurningum hafi verið svarað sem hægt er að svara í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir almennt. Ég mun segja já. Ég þakka fyrir vel unnin störf.