150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

fjöleignarhús.

468. mál
[14:21]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég tel, og þingflokkur Miðflokksins þar með, að enn sé margt órætt um ýmsar hliðar málsins, m.a. möguleika á að breyta ákvæðum um kostnaðarskiptingu, leiðir til að tryggja réttindi allra húseigenda og möguleika á að tryggja húseigendum styrki til uppsetningar á hleðslubúnaði. Þá eru einnig ýmis óljós atriði í frumvarpinu sem skýra hefði mátt nánar. Vegna þessa getum við þingmenn Miðflokksins ekki stutt samþykkt málsins að óbreyttu.