150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[14:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka kærlega fyrir ábendingu hv. þingmanns um þennan þátt. Þetta var komið inn í drög og vinnslu málsins, varðandi rekjanleika og gagnsæi og verkefni sem er verið að vinna á vegum sjóðsins, og ég held að ég sé alveg 100% öruggur með að þetta sé hjá Orkustofnun í dag. Þá vinna menn slík gögn og það er bara mjög gott að sú ábending komi fram frá nefndinni um þau verkefni sem eru unnin og fjárveitingar og annað, hvernig farið sé með fjármagn. Þannig að það er allt í átt að gagnsæi og rekjanleika. Ég tek bara undir þessi sjónarmið.