150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. framsögumanni fyrir ræðuna. Mig langar að spyrja hann hvernig hann reikni það út að þetta muni kosta 1,5 milljarða, vegna þess að ef við tökum bara kennitölunnar eru þetta 75.000 manns og þá er upphæðin nálægt 400 millj. kr. Hver var niðurstaðan í því samhengi, að það væri þetta mikill kostnaður? Og þá í framhaldi af því, ef aðeins er reiknað með að það séu bara 75.000 manns sem fái þetta, hefði þá ekki verið eðlilegra að hafa hærri upphæð, t.d. 15.000–20.000 kr. og eyrnamerkja hana frekar þeim sem eru undir meðallaunum en að láta alla fá þetta?