150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég reikna með að það sé einhver misskilningur í gangi varðandi það að við séum að tala um 75.000 einstaklinga sem eigi að fá ferðagjöf upp á 5.000 kr. Ef ég man rétt eru þetta um 280.000 kennitölur, þ.e. einstaklingar fæddir árið 2002 og fyrr. Það eru, að mig minnir, um 286.000 einstaklingar sem eiga rétt á þessu og svo er smákostnaður að auki. Þá erum við komin með 1,5 milljarða sem liggur að baki því sem hér er flutt.