150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við skoðuðum þetta, ég ræddi þetta einmitt í nefndinni. Þetta eru 22–23 milljónir á árgang undir 18 ára. Það eru því um 400 millj. kr. sem við værum að tala um ef allir fengju ferðagjöf. (Gripið fram í.) Ef við miðum við 12 ára eru það sex árgangar sinnum 22 milljónir, alls 132 milljónir. Það eru tölurnar sem við erum að tala um og allt í lagi með það, enda er þetta mál sem er þannig vaxið að það er mjög auðvelt að taka marga þræði út frá því. Hægt er að fara í ýmsar áttir og þá þarf bara að meta hvað er eðlilegt að gera og í hvaða átt er eðlilegt að fara. En þetta voru um 400 millj. kr. miðað við að allar kennitölur væru þarna með. Ég ætla ekki að fara neitt dýpra í það. Það er hægt að velta svo ótrúlega mörgu fyrir sér í þessu efni.