150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[12:53]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

(Gripið fram í: Það er ekki …)(BHar: Þetta er víst kjaftæði.)(HVH: Nei.)(BHar: Ekki halda svona fram.)(Gripið fram í: Það er ekki verið …) Virðulegur forseti.

(Forseti (SJS): Forseti biður um þögn í salnum.)

Hv. þm. Birgir Ármannsson kom í mýflugumynd inn í velferðarnefnd í gær og í framhaldi af því telur hann að það sé ósköp eðlilegt að hann viti allt um málið. En hvað erum við búin að vera að gera í velferðarnefnd undanfarna mánuði? Fjalla um Covid-mál. Hvernig höfum verið að vinna þau? Vel og vandlega. Hefur minni hlutinn staðið á móti því eða verið með ómálefnaleg vinnubrögð? Ekki eina sekúndu. En svo á bara að rífa með ofbeldi út lyfjalög með 27 umsagnir sem hefur ekki verið rætt um núna í tvo mánuði. Það á bara að henda í okkur einhverju áliti sem við eigum að kyngja. Ég skil ekki svona vinnubrögð og ég segi bara fyrir mitt leyti að ef sömu vinnubrögð væru viðhöfð úti í bæ eins og stundum er á Alþingi, störukeppni og alls konar vitleysa sem skilar ekki neinu — ég segi bara guð hjálpi þjóðfélaginu ef þið vinnið svona.