150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[12:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Vönduð vinnubrögð, vönduð lagasetning. Það er einhvern veginn mitt hjartans mál. Nú er í þriðja sinn verið að taka mál úr nefnd sem eru ófullbúin. Ég vísa í mál sem varðar neyslurými þar sem nefndarálit var þvingað úr nefnd með ofbeldi á sínum tíma með dagskrártillögubreytingu. Því miður var það mál sent aftur í nefnd af nefndasviði vegna þess að nefndarálitið var það gallað að ekki væri boðlegt að leggja það fyrir þingið. Þetta eru vinnubrögðin. Við þurftum að taka málið aftur inn í nefndina til að vinna nefndarálitið betur. (Gripið fram í: Satt.) Heilbrigðisþjónustan sem var þvinguðu út úr nefndinni á mánudaginn var í staðinn fyrir að reyna að ná samkomulagi. Núna lyfjalögin. Ég minni á að í gær var verið að vinna mál er varðar innflytjendur og móttöku flóttafólks þar sem hv. þm. Halla Signý Kristjánsdóttir er framsögumaður. Hún leyfði umræðu um málið. Það varð umræða í nefndinni. Við komum með tillögur, minni hluti og meiri hluti ræddu saman, og við afgreiddum málið úr nefndinni öll saman. (Forseti hringir.) Þetta er hægt ef framsögumenn mála í nefndinni leyfa það, hún leyfði það í gær. (Forseti hringir.) Hún leyfði okkur að hafa skoðanir á málum. Aðeins varðandi húsnæðismál þá fór það ekki inn í samráðsgátt. Það er fundur í velferðarnefnd. Við getum sent það til umsagnar (Forseti hringir.) ef forseti setur málið framar á dagskrá og ég hvet forseta til þess. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)