150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[13:17]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég verð bara að taka undir það með hv. þm. Önnu Kolbrúnu Árnadóttur að forseti geri hlé á þessum fundi og noti þingreynslu sína og alkunna sáttfýsni í málum til að leiða það mál til lykta sem verið hefur umræðuefnið í fundarstjórn forseta. Svo langar mig líka, eins og komið hefur fram, að forseti færi dagskrárliðinn um húsnæðismál, hlutdeildarlán barna- og félagsmálaráðherra, sem er mjög áhugavert mál og þyrfti að fá að ræða vel, framra á dagskrá því að á undan því er t.d. mál þar sem er mjög löng mælendaskrá á einhverra hluta vegna og gæti tekið tíma að klára það mál.