150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:29]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Smára McCarthy fyrir prýðisræðu. Þingmanninum varð tíðrætt um lítil og meðalstór fyrirtæki og eins þá tæknimöguleika sem nútíminn færir okkur í tölvumálum og slíku. Ég var líka að reyna að glöggva mig á því hvað væri í raun og veru meginmál frumvarpsins og mig langar að spyrja þingmanninn aðeins út í það. Ég kem kannski betur inn á það í síðara andsvari en gæti hv. þingmaður farið aðeins út í þann möguleika að nýta sér tæknina í sambandi við ársreikninga og annað slíkt? Það er dýrt að kaupa sér þá aðstoð sem er í boði í dag fyrir lítil fyrirtæki, ég þekki það af eigin raun.