150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:47]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp eins og aðrir hv. þingmenn á undan mér í fundarstjórn forseta til að kalla eftir því að 926. mál, um húsnæðismál, hlutdeildarlán — sem er mjög athyglisvert mál og þyrfti að komast til umræðu sem fyrst og hér var nefnt að lífskjarasamningarnir spila þar inn í — komist fyrr á dagskrá í dag, helst bara mjög fljótlega. Eins og ég nefndi í ræðu áðan, er í 795. máli, um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, töluvert löng mælendaskrá og hún gæti lengst, gæti ég trúað. Ég sting upp á að húsnæðismálið verði sett fram fyrir.