150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[19:10]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að geta keypt sér íbúð og eiga bara 5% í henni í raun og veru. En hugurinn er góður, það er bara spurning um aðferðafræði. Það er það sem ég er að koma inn á. Það sem ég vil líka leggja áherslu á er að hér er kveðið á um undanþágur. Nú er ljóst að skilyrðin eru nokkuð ströng fyrir þá sem eiga að geta nýtt sér úrræðið. En það eru líka undanþágur. Það er talað um þá sem misstu húsnæði sitt í efnahagshruninu og þeir hafa ekki náð að safna fé, það eru tólf ár síðan það var. Það er nú einu sinni þannig í lífinu að menn eru misjafnlega duglegir við að safna sér fyrir húsnæði o.s.frv.

Spurningin er: Er þetta ekki orðið flækjustig? Ætlar ráðherra eða ráðuneytið að fara að handvelja þá sem fá undanþágu? Þetta er mjög athyglisvert ákvæði í 1. mgr. 29. gr. um tekjuviðmið. Hvað með þá sem eru rétt yfir? Það hlýtur (Forseti hringir.) að verða einhver óánægja þar. Mér finnst svolítið flækjustig í þessu (Forseti hringir.) þegar kemur að undanþágum og við vitum að þær geta oft skapað mikla (Forseti hringir.) óánægju.