150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja.

814. mál
[17:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langaði að spyrja hv. framsögumann aðeins út í það sem ég talaði um í ræðu minni áðan. Hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur sig almennt séð út fyrir að fara vel með almannafé. En í þessu máli sem og hlutabótaleiðarmálinu er dálítið valtað yfir fjárveitingavald þingsins þar sem ekkert mat er á áhrifum þess hversu miklar skuldbindingar ríkið leggur í til að ná markmiðum þessa máls. Hefði það ekki átt að vera hlutverk nefndarinnar að krefjast slíks mats á frumvarpinu?