150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[21:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hann nefnir hvort samgönguáætlun standist. Það eru kannski nýlegri vinnubrögð og kröfur um að samgönguáætlun sé fjármögnuð, að ekki sé verið að gera breytingar eða leggja eitthvað fram nema það sé fjármagnað. Eins og ég rakti eru ýmsar leiðir til að sjá til þess.

Sundabraut var nefnd og hún er komin lengra en nokkru sinni fyrr því að hennar er getið í samgönguáætlun. Hún er í samvinnuverkefnafrumvarpinu sem liggur fyrir þinginu og hún er hluti af höfuðborgarsáttmálanum um að klára þurfi skipulagsmálin varðandi hana. Hún er því komin á gott skrið.

En varðandi ratsjárbúnaðinn á Akureyrarflugvelli er einmitt eitt af markmiðunum í breytingartillögunni að leggja áherslu á að EGNOS-kerfið verði endurskoðað með svokallað leiðréttingarkerfi og það er (Forseti hringir.) ýmiss konar vinna í gangi í kringum það.