150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[22:29]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka andsvarið. Ég vil auðvitað gera alla þessa hluti, gera þá hratt. Ég trúi því ekki að hv. þingmaður ætli að verja það áfram að fara í framkvæmdir sem hann veit að eru þriðjungi dýrari en við eigum kost á að gera þá. Af hverju búum við ekki til okkar eigið félag, sameiginlega, þar sem við getum eftir atvikum innheimt einhver gjöld sem fara þó í sameiginlega sjóði? Af hverju erum við að burðast með svona PPP-verkefni? Hverjir eru kostirnir? Hverju skilar það? Þetta er einfalt reikningsdæmi. Ég hélt satt best að segja að Sjálfstæðisflokkurinn væri stútfullur af fjármálasnillingum.