150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[23:15]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta (Karl Gauti Hjaltason) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Mér er fullkunnugt um það hverjir eru í ríkisstjórn og hvaða flokkar mynda meiri hluta í Reykjavík. Það breytir því þó ekki, og alls ekki að mínu mati, að annar aðilinn gæti dregið hinn á asnaeyrunum þótt um sömu flokka sé að ræða (Gripið fram í.)að einhverju leyti. Ég sé því ekki að það skipti máli þótt ég viðhafi þetta orðalag. Ég er bara ekki sáttur við það, hv. þingmaður, að þetta svæði, þetta sveitarfélag, geti tekið það fjármagn sem um ræðir, tugi milljarða, í gíslingu gagnvart öllu landinu, gagnvart ríkissjóði, til þess að fara í framkvæmd sem er jafn óljós og óviss og borgarlína er. (Forseti hringir.) Ég var ekki … já, ég er búinn með tímann.

(Forseti (HHG): Forseti þakkar viðleitnina.)