150. löggjafarþing — 118. fundur,  16. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[23:03]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki hvort hægt er að svara þessu öllu vel en einu gleymdi ég áðan, sem er í rauninni jafnvel stærsta atriðið. Það er sjúkraflug. Flugvöllurinn á Einholtsmelum var t.d. notaður fyrir björgunarþyrlu Gæslunnar í fyrra, held ég, eða hittiðfyrra.

Hvernig myndi ég forgangsraða? Ég myndi segja: Horfum á þetta út frá byggðasjónarmiðum, út frá þörfum flugmanna og flugsins og líka út frá því hvar við getum búið til atvinnutækifæri. Póstflug er alveg eitthvað sem mætti skoða og ég held að drónar muni koma þar inn í en ekki eingöngu og aðrar tegundir verða kannski líka til. Ég gæti hugsað mér að ekki líði langt þangað til gámaflutningar með drónum verða raunhæfari og þeir gætu þurft brautir. Ég veit ekki hvað meira ég kemst í með tilliti til tíma.