150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

ályktun Félags prófessora.

[10:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Þetta er nú að verða ansi skrautlegt. Þessi málflutningur er að verða ansi skrautlegur. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að ég hafi fullyrt neitt um þetta. Ég sagði: Úr fjarlægð lítur þetta þannig út eins og hér séu tveir gamlir kunningjar að spjalla sín í milli og ráðstafa þessari tilteknu stöðu, úr fjarlægð. Ég veit náttúrlega ekkert um það, ég tók það skýrt fram. Ég hafði ekki einu sinni hugmynd um það hvort þeir þekktust vel, þessir tveir einstaklingar, en það er nú komið fram í millitíðinni, staðfest af þessum sænska prófessor, uppáhaldsprófessor hv. þingmanns, að þeir voru vinir. Það er það eina sem hefur gerst í millitíðinni. Og hvers vegna í ósköpunum ætti ég að fara að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar á því að benda á það sem allir sjá, eftir að gögn málsins hafa núna komið fram, að án þess að við Íslendingar værum spurðir voru menn byrjaðir að tala saman og póstur farinn á íslenska prófessorinn þar sem staðan var boðin. (Gripið fram í.) Hver ætlar að biðja (Forseti hringir.) okkur afsökunar á því? Hver ætlar að biðja okkur Íslendinga afsökunar á því að menn eru að véla með mál þar sem við áttum (Forseti hringir.) allan rétt á að hafa aðkomu að, að okkur forspurðum?