150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

verðtrygging.

[10:57]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svarið. Ég get alveg upplýst hann um það að ég veit að leiðtogi stærstu verkalýðshreyfingarinnar, VR, telur verðtrygginguna vera hluta af lífskjarasamningunum. Og hafi ekki verið tekið á því hefur lífskjarasamningurinn verið brotinn. En ég vil upplýsa hann um að þessi tvöföldun á raunvirði útgreiðslna úr almannatryggingum á undanförnum árum hefur ekki skilað sér neitt rosalega vel. Eins og ég kom að áðan eru skerðingarnar 60 milljarðar og við vitum að lífeyrissjóðsgreiðslur skerðast um 70% að meðaltali eftir skatta og skerðingar og laun þeirra sem verst hafa það hjá öryrkjum eru 220.000 kr. útborgaðar og 250.000 kr. hjá eldri borgurum. Við sögðum þetta rosalega flott eftir tvöföldunina.