150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

verkfallsréttur lögreglumanna.

885. mál
[12:13]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Hæstv. forseti. Við ræðum hér stétt sem afsalaði sér verkfallsrétti fyrir u.þ.b. 35 árum. Þá átti að tryggja að lögreglumenn fengju sambærileg kjör og aðrar viðmiðunarstéttir en það hefur ekki gengið eftir. Ráðherra segir hér að hafi þeir setið eftir þá verði staðan rædd við samningaborðið. Útreikningar sýna að lögreglumenn hafa setið eftir og það þarf að leiðrétta. Samræðustjórnmál Sjálfstæðisflokksins ganga ekki upp í þessu máli. Það þarf að leiðrétta kjörin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með dóms- og fjármálaráðuneytið nánast allan þennan tíma frá því að lögreglumenn gáfu eftir verkfallsréttinn. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að þessi stétt hefur dregist aftur úr eins og við höfum séð á hverju einasta ári, á kröfum þeirra. Nú hafa lögreglumenn verið samningslausir í 15 mánuði, eins og hér var nefnt. Við hljótum að krefjast þess að flokkurinn sem ber mesta ábyrgð á því leiðrétti kjör þessarar stéttar.