150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

uppbygging á friðlýstum svæðum.

788. mál
[12:51]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa mikilvægu og góðu umræðu. Ég vildi vekja athygli á að oft er uppbygging á friðlýstum svæðum gríðarlega mikilvæg til að vernda náttúrugildi, tryggja öryggi þeirra sem fara um svæðið og upplifun þeirra líka. Það er mjög mikilvægt. Oft er kallað eftir friðlýsingu á vissum svæðum til að þau fái athygli svo að hægt sé að kalla eftir framkvæmdum og að brugðist sé við.

Ég vil líka lýsa áhyggjum mínum af því þegar heimamenn, sveitarfélög, félagasamtök og jafnvel einkaaðilar kalla eftir að fá að byggja upp á friðlýstum svæðum, hafa haft framgöngu um að gera skipulag og annað slíkt, en fá það ekki. Ástæðuna getur annaðhvort verið að finna hjá Skipulagsstofnun eða í því að ekki fæst úthlutað úr Innviðasjóði. Það er ekki nógu gott. (Forseti hringir.) Vil ég í því sambandi nefna tvö svæði, í Landmannalaugum og við Hveravelli.