150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

opinber störf og atvinnuleysi.

884. mál
[13:44]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Sigurður Páll Jónsson) (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör og það sem fram kom í hans ræðu. Það er ánægjulegt að heyra að þessi vinna er í gangi á ýmsan hátt. Mér kom það í hug núna þegar ég sat í sætinu og var að hlusta á ræðuna að það hefur oft og tíðum verið erfitt að fá fólk, sérstaklega menntað fólk, til flytja út á land þó að störf séu í boði, lækna o.s.frv. Það er oft erfitt að fá suma til að flytja út á land þó að margir vilji gera það, sérstaklega ungt fólk sem er að hefja búskap og sér þar ódýrari leiðir til að kaupa sér húsnæði og annað slíkt. En oft hefur verið velt upp þeirri hugmynd hvort hægt sé að vera með þá gulrót sem felst í skattalegum hvötum, einhvers konar skattalegt hvatakerfi eins og er t.d. í Noregi. Mig langar að varpa þeirri spurningu til ráðherrans hér og nú hvernig þær hugmyndir horfi við honum. Það kom greinilega fram í ræðu ráðherrans að hann og ríkisstjórnin, eins og við öll, hefur áhyggjur af framvindu mála í sambandi við Covid-fárið og hvernig því mun vinda fram atvinnulega séð. Það er mjög brýnt að vera á tánum í því sambandi og taka ákvarðanir fyrr en seinna þegar vandamálin blasa við fyrir framan okkur.