150. löggjafarþing — 120. fundur,  18. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[15:49]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég skoðaði það nú á sínum tíma. Það er ekkert sérstaklega erfitt að komast að því hvar hættulegustu vegir landsins liggja. Maður getur samt sem áður horft á það út frá tveimur forsendum. Ég myndi láta síðari forsenduna vega miklu þyngra. Annars vegar má spyrja: Hversu hættulegur er vegurinn fyrir hvern einstakling sem keyrir hann? Það getur verið vegur þar sem áhættan sem hver einstaklingur tekur er mjög mikil, en þeir sem fara veginn eru kannski mjög fáir. Hins vegar eru gríðarlega fjölfarnir vegir og fjölfarin gatnamót, eins og Kringlumýrarbrautargatnamótin, eins og víða í Hafnarfirði og á Reykjanesbraut þar sem ekki er búið að breikka veginn og slíkt. Það eru hættulegustu vegirnir af því að á þeim verða flest dauðsföll. Við vitum það. Mér finnst ekki verjandi að ráðherra taki verkefni út úr þeim ramma sem við erum með, þar sem m.a. á að horfa til öryggis, ef hann getur ekki rökstutt að hann uppfylli (Forseti hringir.) þau markmið, m.a. um öryggi, (Forseti hringir.) sem sett eru í samgönguáætlun.