150. löggjafarþing — 120. fundur,  18. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[15:59]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Auðvitað er það ekki raunhæft eða réttlætanlegt að skrifa undir óútfylltan tékka. Þetta er það sem við höfum séð gerast hér í þingsal. Við gerðum það að vísu að einhverju leyti þegar fyrsti Covid-pakki ríkisstjórnarinnar kom. Þá voru allir í panik, enginn vissi ekki hvernig þetta yrði o.s.frv. Allir flokkar á þingi og allir þingmenn ákváðu að standa saman og reyna að vinna hratt og vel, setja saman aðgerðapakka til að bjarga því sem bjargað yrði. Eitt dæmi um það var að þessi hlutabótaleið var áætluð einhver upphæð en varð síðan (Gripið fram í.) 20 sinnum dýrari, og endaði hvar? (BLG: 45 sinnum dýrari.) Hún endaði í því að verða 45 sinnum dýrari. Endaði í 80 milljörðum eða hvað? (BLG: 37 milljörðum.) 37 milljörðum, já, ég er með þetta aðeins hærra. Það er dæmi um óútfylltan tékka. Nei, auðvitað er hann ekki réttlætanlegur.